Hefur komið víða við 7. september 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við. Davíð Oddsson fæddist í Reykjavík 17. janúar árið 1948. Hann vakti þjóðarathygli strax í menntaskóla þegar hann sá um útvarpsþáttinn Útvarp Matthildur árin 1968-1975 ásamt félögum sínum og vinum, þeim Þórarni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Eftir stúdentinn lá leið Davíðs í lögfræðideild Háskóla Íslands og þar lauk hann prófi árið 1976. Enginn þurfti að efast um stórnmálaskoðanir Davíðs á unga árum og hann settist í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1982 sem hann varð atvinnustjórnmálamaður þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík, þá aðeins 34 ára gamall. Fram að því hafði hann meðal annars verið skrifstofustjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þingfréttaritari Morgunblaðsins, Starfsmaður almenna bókafélagsins, skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Davíð var borgarstjóri í níu ár og þótti hafa mjög ákveðinn stjórnunarstíl. Andstæðingar hans sökuðu hann þá, og raunar æ síðan, um einræðistilburði. Í byrjun níunda áratugarins hellti Davíð sér út í landsmálapólitík. Hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, og fór með sigur af hólmi. Hann fór því beint úr stól borgarstjóra í forsætisráðuneytið árið 1991. Þar sat hann svo allra karla lengst, eða til 2004, að hann hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson og varð utanríkisráðherra. Með fram stjórnmálunum hefur Davíð fengist við ritstörf og sent frá sér bæði leikrit og skáldsögur. Um Davíð Oddsson má segja að það er engum sama um hann. Í skoðanakönnunum undanfarinna ára hefur hann verið hvort tveggja vinsælasti stjórnmálamaður landsins og sá óvinsælasti. Davíð er þekktur fyrir skondin tilsvör og er þess skemmst að minnast að hann sagði um upplausn R-listans að það væri góður endir á vondum ferli. Davíð hefur einnig fengist við nýyrðasmíði. Hann fann til dæmis upp orðið afturhaldskommatittsflokkur. Davíð er vinamargur maður og vegna langrar setu á ráðherrastóli búa margir vinir hans erlendis. Til þeirra má til dæmis telja forsetahjónin fyrrverandi, Bill og Hillary Clinton, en sjaldan hafa sést innilegri kveðjur stjórnmálamanna hér á landi og þegar þau heimsóttu Davíð í veikindum hans. Og jafnvel hörðustu andstæðingar á þingi hérlendis bera honum ekki illa söguna, í persónulegum viðskiptum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra á að baki litríkan feril í stjórnmálum og óhætt að segja að um hann hafi gustað á stundum. En þótt stjórnmálin hafi verið hans helsta viðfangsefni hefur hann komið víða við. Davíð Oddsson fæddist í Reykjavík 17. janúar árið 1948. Hann vakti þjóðarathygli strax í menntaskóla þegar hann sá um útvarpsþáttinn Útvarp Matthildur árin 1968-1975 ásamt félögum sínum og vinum, þeim Þórarni Eldjárn og Hrafni Gunnlaugssyni. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970. Eftir stúdentinn lá leið Davíðs í lögfræðideild Háskóla Íslands og þar lauk hann prófi árið 1976. Enginn þurfti að efast um stórnmálaskoðanir Davíðs á unga árum og hann settist í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna árið 1973. Það var hins vegar ekki fyrr en árið 1982 sem hann varð atvinnustjórnmálamaður þegar hann varð borgarstjóri í Reykjavík, þá aðeins 34 ára gamall. Fram að því hafði hann meðal annars verið skrifstofustjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þingfréttaritari Morgunblaðsins, Starfsmaður almenna bókafélagsins, skrifstofustjóri og framkvæmdastjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík. Davíð var borgarstjóri í níu ár og þótti hafa mjög ákveðinn stjórnunarstíl. Andstæðingar hans sökuðu hann þá, og raunar æ síðan, um einræðistilburði. Í byrjun níunda áratugarins hellti Davíð sér út í landsmálapólitík. Hann bauð sig fram gegn sitjandi formanni Sjálfstæðisflokksins, Þorsteini Pálssyni, og fór með sigur af hólmi. Hann fór því beint úr stól borgarstjóra í forsætisráðuneytið árið 1991. Þar sat hann svo allra karla lengst, eða til 2004, að hann hafði stólaskipti við Halldór Ásgrímsson og varð utanríkisráðherra. Með fram stjórnmálunum hefur Davíð fengist við ritstörf og sent frá sér bæði leikrit og skáldsögur. Um Davíð Oddsson má segja að það er engum sama um hann. Í skoðanakönnunum undanfarinna ára hefur hann verið hvort tveggja vinsælasti stjórnmálamaður landsins og sá óvinsælasti. Davíð er þekktur fyrir skondin tilsvör og er þess skemmst að minnast að hann sagði um upplausn R-listans að það væri góður endir á vondum ferli. Davíð hefur einnig fengist við nýyrðasmíði. Hann fann til dæmis upp orðið afturhaldskommatittsflokkur. Davíð er vinamargur maður og vegna langrar setu á ráðherrastóli búa margir vinir hans erlendis. Til þeirra má til dæmis telja forsetahjónin fyrrverandi, Bill og Hillary Clinton, en sjaldan hafa sést innilegri kveðjur stjórnmálamanna hér á landi og þegar þau heimsóttu Davíð í veikindum hans. Og jafnvel hörðustu andstæðingar á þingi hérlendis bera honum ekki illa söguna, í persónulegum viðskiptum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira