Innlent

Afli íslenskra skipa hefur ekki verið minni í tíu ár.

Afli íslenskra skipa hefur ekki verið minni í tíu ár. Aflinn er áætlaður 1.667 þúsund lestir en svo lítill hefur hann ekki verið síðan 1995 þegar hann var 1.605 þúsund lestir. Mestur var aflinn árið 1997 eða 2.199 þúsund lestir.

Af því að fram kemur í samantekt Fiskistofu hvað varðar fiskafla og aflaheimildir íslenskra skipa þá er þorskaflinn 14 þúsund lestum minni en í fyrra en ýsu- og ufsaafli talsvert meiri en í fyrra. Þá minnkaði botsfiskaflanum um 6.000 lestir á milli ára.

 



Rækjuaflinn ekki minní í 25 ár

Afli uppsjávartegunda var 1.135 þúsund lestir 2005.

Loðnuafli var 156 þúsund lestir

Rækjuaflinn 2005 var 9 þúsund lestir og hefur ekki verið minni í aldarfjórðung.

Hörpudiskveiðar voru engar á árinu. Humarafli jókst um nærri sex hundruð tonn frá fyrra ári.

Veiðar norsk-íslensku síldarinnar gengu ágætlega. Meðalafli af norsk-íslenskri síld í hefðbundnum haustveiðum á sumargotssíld leiddi til þess að afli tegundarinnar var umfram aflamark ársins.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×