Innlent

Eldur kviknaði í húsi á Kambsvegi

Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út vegna elds í íbúðarhúsi á Kambsveg um klukkan hálf tólf. Íbúar hússins náðu að slökkva eldinn með slökkvitæki og koma sér út út húsinu áður en slökkviliðið kom á staðinn. Ekki hlaust af mikið tjón en reykræsta þurfti húsið. Eldsupptök eru ókunn en verið er að rannsaka málið. Þá var slökkvilið Reykjavíkur kallað út í morgun vegna elds í blaðagámi í Keifaseli. Eldurinn náði ekki að breyðast út og gekk greiðlega að slökkva eldinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×