Innlent

Íslandspóstur læsir póstkössum

Teitur Jónsson

Síðastliðin ár hefur Íslandspóstur læst póstkössum sem staðsettir eru utanhúss á höfðuborgarsvæðinu yfir áramót. Er þetta gert vegna ítrekaðra skemmda sem unnin eru á póstkössunum í kringum áramót. Læsingin virkar þannig að hægt er að koma einu bréfi ofan í kassann í einu en ekki opna hann það mikið að hægt sé að koma þykkari bréfum ofaní. Nú er verið að læsa kössunum og verða þeir væntanlega ekki opnaðir aftur fyrr en um miðjan janúar. Viðskiptavinum er bent á næstu póstafgreiðslu eða póstkassa sem staðsettir eru innandyra t.d. í verslanamiðstöðvum. Hægt er að finna upplýsingar um póstkassa og afgreiðslustaði á heimasíðu fyrirtækisins www.postur.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×