Innlent

Kveikt í rusli í sex ruslagámum

Slökkvilið Reykjavíkur hefur verið kallað út sex sinnum frá því um kvöldmatarleitið í gærkvöldi vegna elds í ruslagámum. Það er nokkuð mörg útköll en ástæðan er einkum sú að óprúttnir aðilar eru að kveikja á flugeldum og þvíumlíku í ruslagámunum með þeim afleiðingum að eldur brýst út. Eldurinn í ruslagámunum náði ekki að breyðast út en nokkuð tjón varð á gámunum. Ruslagámarnir sex sem kviknaði í eru staðsettir víða um borgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×