Innlent

Tvær og hálf milljón söfnuðust til styrktar SKB

MYND/Hari

Rúmlega tvær og hálf milljón söfnuðust á styrktartónleikum sem haldnir voru í Háskólabíói í kvöld til styrktar SKB eða Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Tónleikarnir eru orðnir að árvissum viðburði og fara fram við hver áramót.

Í ár var dagskráin stórglæsileg sem og upphæðinn sem safnaðist en 2.425.000 söfnuðust og var ávísun með upphæðinni afhent í lok tónleikanna og var það allur aðgangseyrir sem kom inn í miðasöluna.

Að gefnu tilefni er rétt að láta það fylgja að á tónleikunum í gegnum tíðina hefur komið fram rjómi þekktustu tónlistarmanna landsins á hverjum tíma og hafa allir þeir sem komið hafa að tónleikunum gefið vinnu sína til fulls og Háskólabíó léði húsnæðið endurgjaldslaust. Um leið hafa allir tæknimenn og aðrir starfsmenn tónleikanna gefið vinnu sína. Öll fyrirtæki sem að verkefninu hafa komið hafa líka gefið alla sína vinnu og tæki sem þarf til tónleikahaldsins. Að sjálfssögðu var engin breyting á í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×