Innlent

Allir leikskólakennarar Sólbrekku segja upp

Allir leikskólakennarar á leikskólanum Sólbrekku á Seltjarnarnesi hafa sagt upp störfum. Nú stendur yfir fundur fulltrúa bæjarins og leikskólakennara og líklegt er talið að mál skýrist eftir því sem líður á daginn. Jafnvel er talið að leikskólakennarar á fleiri leikskólum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík segi upp nú fyrir áramót. Uppsagnirnar eru vegna óánægju með launakjör eftir að ófaglærðir starfsmenn leikskóla sömdu við Reykjavíkurborg fyrir skömmu. Þeir samningar tryggðu mörgum þeirra betri kjör en faglærðir leikskólakennarar hafa, að mati leikskólakennara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×