Innlent

Augnslys og brunasár algengustu flugeldaslysin

MYND/Valgarður

Um hver áramót verðurjafnaði umtugur slysa þar sem óvarlega er farið með flugelda. Slysin eru misalvarleg en slys á augum og brunasárerualgengust.

Þeir sem slasast eru flestir ungir drengir eða unglingspiltar. Ástæða slysanna er oftast fikt þar sem verið er að taka flugeldana í sundur og kveikja í púðrinu þar sem þess er freistað að búa til öflugri sprengjur. Bilaðir flugeldar eru sjaldnast orsök slysanna en það kemur þó fyrir og er þá fólki ráðlagt frá því að bogra yfir þeim. Algengusut slysin eru bruna- og augnslys.

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur látið gera myndband þar sem sýndar eru afleiðingar flugeldaslysa og á myndbandinu er einnig sýnt hvernig á að meðhöndla flugelda. Landsbjörg hefur einnig gefið um tuttugu og fimm þúsund hlífðargleraugu til allra barna og fylgja gleraugun einnig með þegar flueldar eru keyptir á þeirra sölustöðum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×