Innlent

Éljagangur á Suðvesturlandi

Éljagangur er á Suðvesturlandi, um Snæfellsnes og Vestfirði. Víða er hálka á vegum á þessu svæði eftir því sem Vegagerðin greinir frá. Á Holtavörðuheiði er hálka, skafrenningur og nokkuð hvasst. Á Vestfjörðum er ófært um Dynjandisheiði og Hrafseyrarheiði. Skafrenningur er víða á vegum á Vestfjörðum, einkum á heiðum. Élin virðast ná austur með norðurströndinni og víða er hálka á vegum. Nokkuð góð færð er um Norðausturland og Austurland, einnig með austurströndinni og suður um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×