Innlent

Um 184 þúsund í Húsdýragarðinn á árinu

MYND/GVA

Aðsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn var ofan við meðaltalið í ár eftir því sem Einar Karlsson, markaðsstjóri garðsins, segir. Alls sóttu um 184 þúsund manns garðinn en rysjótt veðurfar í júní og ágúst setti strik í reikninginn. Eitt mánaðarmet var slegið því í mars komu 12.365 gestir. Einar segir að haldið verði áfram að brydda upp á nýjungum næsta sumar en ekki megi segja frá þeim að sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×