Innlent

Breytingar á reglugerð skila sveitarfélögum 600 milljónum

MYND/Vilhelm
Breytingar sem gerðar hafa verið á reglugerð um fasteignaskatt skila sveitarfélögunum 600 milljónum króna á ári í auknum tekjum frá ríkinu þegar þær koma að fullu til framkvæmda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Með breytingunuM hefur undanþágum frá greiðslu fasteignaskatts fækkað verulega og þær nýju fasteignir sem nú verða skattskyldar eru flestar í eigu ríkissjóðs. Umræddar eignir verða í sérstökum gjaldflokki er nefnist b-flokkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×