Innlent

Meðalaldur íbúa í Broddaneshreppi á Stöndum tæp 52 ár

Meðalaldur íbúa Broddaneshrepps á Stöndum er hugsanlega sá langhæsti á landinu í einum hreppi samkvæmt útreikningum fréttavefjarins Strandir.is. Meðalaldur íbúanna er tæp 52 ár í lok árs, ef miðað er við þá einstaklinga sem eiga lögheimili í hreppnum samvkæmt tölum Hagstofu Íslands frá 1. desember síðastliðnum. Þess er getið í fréttinni á Strandir.is að meðalaldur íbúanna væri í raun nokkuð hærri ef einungis væru taldir þeir íbúar sem raunverulega búa í Broddaneshreppi. Samkvæmt Hagstofunni búa aðeins 53 íbúar í Broddaneshreppi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×