Innlent

Skýrsla um reynslu flóttamanna kynnt á morgun

Flóttafólk frá Júgóslavíu kemur til Akureyrar 25. mars 2003
Flóttafólk frá Júgóslavíu kemur til Akureyrar 25. mars 2003 Hari

Á Íslandi hefur verið tekið við ríflega 450 flóttamönnum síðan árið 1956 en þá kom fyrsti hópurinn frá Ungverjalandi eftir að Sovétmenn réðust inn í landið. Síðustu tíu ár hefur svo verið tekið við nær 250 af þessum 450 flóttamönnum en flóttamannaráð var sett á stofn árið 1995. Langflestir þeirra koma frá löndum fyrrum Júgóslavíu. Flestir þessara flóttamanna hafa sest að í bæjarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Á morgun verður kynnt skýrsla nefndar á vegum félagsmálaráðuneytisins sem hefur tekið saman reynslu flóttamanna af veru sinni hér á landi og hvernig þeim hefur tekist að aðlagast íslensku samfélagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×