Innlent

Halda prófkjör vegna sveitarstjórnarkosninga

Sjálfstæðisflokkurinn á Fljótsdalshéraði hefur ákveðið að halda prófkjör þann 4. og 5. febrúar vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Alls hafa borist framboð frá níu einstaklingum.

Soffíu Lárusdóttur forstöðumanni Svæðisskrifstofu fatlaðra á Austurlandi og forseta bæjarstjórnar, sem gefur kost á sér í 1. sætið.  Guðmundi Sveinssyni Kröyer verkfræðingi og bæjarfulltrúa, Þráni Lárussyni skólameistara á Hallormsstað og formanni Sjálfstæðisfélags Fljótsdalshéraðs og Þórhalli Harðarsyni rekstrarstjóra Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum sem gefa kost á sér í 2 til 3 sæti.  Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur fjármálastjóra og formanni ungra sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði  í 3 sæti, Guðmundi Ólafssyni framkvæmdastjóra Barra sem gefur kost á sér í 3 til 4 sæti. Degi Skírni Óðinssyni nema sem gefur kost á sér í 4 til 6 sæti. Pétri Fannari Gíslasyni nema sem gefur kost á sér í 6 sætið og Aðalsteini I. Jónssyni bónda sem tilgreinir ekkert sérstakt sæti en mun taka þar sæti á listanum sem hann raðast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×