Innlent

Heróín ekki algengt hérlendis

Eins og við sögðum frá í gær þá lést tvennt í íbúð á Hverfisgötu vegna of stórra skamta af heróíni eða contalgíni á jóladag. Lík fólksins fundust svo í gær. Eins og fram hefur komið í fréttaskýringaþættinum Kompási og í fréttum hér á NFS er hópur fólks hér á landi sem hefur ánetjast morfínskyldum lyfjum og jafnvel svo að þeim sé sprautað í æð. Heróín er það morfínefni sem helst hefur borið á að fíklar misnoti í löndunum í kringum okkur. Samkvæmt upplýsingum frá bæði SÁÁ og fíkniefnadeild Lögreglunnar í Reykjavík heyrir hinsvegar enn til undantekninga að fíklar hér á landi noti heróín og ekki virðist vera mikið um að efnið gangi kaupum og sölum á fíkniefnamarkaði. Eitthvað er þó um að menn flytji efnið hingað til lands til eigin nota og þá tekur SÁÁ stöku sinnum við heróínfíklum sem ánetjast hafa efninu erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×