Innlent

Aukin kaup á erlendum verðbréfum

MYND/Vísir

Kaup á erlendum verðbréfum hafa aukist á milli ára en ef litið er til fyrstu ellefu mánaða ársins nema nettókaup innlendra aðila á erlendum verðbréfum 105 milljörðum króna. Þetta er umtalsverð aukning miðað við sama tímabil síðasta árs, en þá námu nettókaup á erlendum verðbréfum 65,4 milljörðum krónan.

Samkvæmt Vegvísi greiningardeildar Landsbankans má rekja stóraukinn áhuga innlendra aðila á erlendum verðbréfum á milli ára að hluta til til styrkingar krónunnar á árinu. Það er mat margra að gengi krónunnar geti ekki haldist eins hátt og það er nú til frambúðar, en veiking krónunnar er heppileg fyrir innlenda fjárfesta sem eiga erlend verðbréf. Einnig er hugsanlegt að aukinn áhuga á erlendum verðbréfum megi að hluta rekja til þess að sumir telji það góðæri sem ríkt hefur á íslenskum hlutabréfamarkaði á síðustu misserum vera að líða undir lok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×