Innlent

Harður tveggja bíla árekstur

MYND/Vísir

Kona var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir harðan árekstur tveggja bíla rétt norðan við Akureyri nú um klukkan átta í kvöld. Í öðrum bílnum var kona ásamt tveimur börnum og var hún flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og er hún hugsanlega beinbrotin. Börnin sakaði ekki.

Í hinum bílnum var aðeins ökumaður og kvartaði hann undan eymslum undan bílbeltinu. Bílarnir komu úr gagnstæðum áttum en lögreglan á Akureyri er enn á vettvangi að rannasaka slysið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×