Innlent

Fimm fluttir til skoðunar eftir árekstur

Fimm voru fluttir á Heilsugæsluna í Snæfellsbæ til skoðunar eftir árekstur tveggja bíla á Snæfellsvegi rétt austan Ólafsvíkur um hálf fimmleytið í dag. Engin er þó alvarlega slasaður en tveir voru sendir í nánari skoðun á slysadeild Landspítala-Háskólasjúkrahús. Um var að ræða sendibíl og fólksbíl en var sendibíllinn kyrrstæður þegar slysið átti sér stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×