Endurskoða þarf úrskurð 27. desember 2005 20:16 MYND/Teitur Mál málanna er ósk stjórnvalda um að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun ráðamanna á Íslandi. Formaður kjaradóms vill ekki tjá sig um beiðni stjórnvalda um að dómurinn endurskoði ákvörðun sína um laun forseta, ráðherra og þingmanna en kjaradómur mun fjalla um beiðnina á morgun. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu telja að kalla hefði átt Alþingi saman. Fulltrúar atvinnulífsins gengu á fund formanna stjórnarflokkanna í dag en þar greindi forsætisráðherra þeim frá því að hann hefði í dag sent formanni kjaradóms bréf þar sem dómurinn er beðinn um að endurskoða úrskurð sinn varðandi laun þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna og ráðherra. Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að ríkisstjórnin skipti sér af öðrum embættismönnum þar sem þeir séu í langflestum tilfellum dómarar sem ekki eiga að skipta sér af. En spurningin um svigrúm kjaradóms vaknar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir mikið í húfi. Það liggji fyrir að aðilar vinnumarkaðarins telji að þessi úrskurður geti valdið miklum óróa á vinnumarkaði og þar eru undir efnahagsmál þjóðarinnar en það vita allir að launamálin og stöðugleiki í launamálum er undirstaða þess að við getum haldið stöðugleika í efnahagslífinu og hann væntir þess að kjaradómur muni taka tillit til þess. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi þessara mála en ekki hafi verið ástæða til að kalla þing saman. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að þarna hafi verið stigið skref í rétta átt en ekki nógu stórt. Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, segir að vissulega hefði verið ákjósanlegt að ganga lengra en miðað við hlutverk kjaradóms að þá telji þeir þetta vera ásættanlegt. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, segir að ekki hefði verið hægt að ganga neitt lengra en þetta. Geir segir að því hafi verið beint til kjaradóms að hann endurskoði sína ákvörðun varðandi hina kjörnu fulltrúa en hann telji að það hefði verið of langt seilst að beina því til kjaradómsins að hafa líka afskipti af kjörum til dæmis dómara í landinu. Það er of langt gengið. Utanríkisráðherra segir að þau laun sem ákvörðuðu voru hafi verið of há sem leiðir hugann að því hvort forsendur dómsins hafi verið réttar. Hann sé þó ekki að fella neinn annan dóm yfir þessu en að úrskurðurinn komi ekki á réttum tíma og það hafi í för með sér vissa hættu á uppnámi í kjaramálum í þjóðfélaginu. Kjaradómur kemur saman á morgun til að fjalla um bréf forsætisráðherra. Garðar Garðarsson, formaður kjaradóms sagðist í samtali við fréttastofuna ekki vilja tjá sig um málið á þessari stundu en sagði bréfið vera lagt fyrir fjölskipaðan dóminn á morgun. Þingmenn, bæði úr röðum stjórnar og stjórnarandstöðu hafa lýst því yfir í dag að rétt hefði verið að kalla þing saman vegna málsins. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Mál málanna er ósk stjórnvalda um að kjaradómur endurskoði úrskurð sinn um laun ráðamanna á Íslandi. Formaður kjaradóms vill ekki tjá sig um beiðni stjórnvalda um að dómurinn endurskoði ákvörðun sína um laun forseta, ráðherra og þingmanna en kjaradómur mun fjalla um beiðnina á morgun. Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu telja að kalla hefði átt Alþingi saman. Fulltrúar atvinnulífsins gengu á fund formanna stjórnarflokkanna í dag en þar greindi forsætisráðherra þeim frá því að hann hefði í dag sent formanni kjaradóms bréf þar sem dómurinn er beðinn um að endurskoða úrskurð sinn varðandi laun þjóðkjörinna fulltrúa, það er þingmanna og ráðherra. Forsætisráðherra segir ekki eðlilegt að ríkisstjórnin skipti sér af öðrum embættismönnum þar sem þeir séu í langflestum tilfellum dómarar sem ekki eiga að skipta sér af. En spurningin um svigrúm kjaradóms vaknar. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir mikið í húfi. Það liggji fyrir að aðilar vinnumarkaðarins telji að þessi úrskurður geti valdið miklum óróa á vinnumarkaði og þar eru undir efnahagsmál þjóðarinnar en það vita allir að launamálin og stöðugleiki í launamálum er undirstaða þess að við getum haldið stöðugleika í efnahagslífinu og hann væntir þess að kjaradómur muni taka tillit til þess. Forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin ætli að fara ofan í saumana á fyrirkomulagi þessara mála en ekki hafi verið ástæða til að kalla þing saman. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að þarna hafi verið stigið skref í rétta átt en ekki nógu stórt. Ingimundur Sigurpálsson, formaður SA, segir að vissulega hefði verið ákjósanlegt að ganga lengra en miðað við hlutverk kjaradóms að þá telji þeir þetta vera ásættanlegt. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, segir að ekki hefði verið hægt að ganga neitt lengra en þetta. Geir segir að því hafi verið beint til kjaradóms að hann endurskoði sína ákvörðun varðandi hina kjörnu fulltrúa en hann telji að það hefði verið of langt seilst að beina því til kjaradómsins að hafa líka afskipti af kjörum til dæmis dómara í landinu. Það er of langt gengið. Utanríkisráðherra segir að þau laun sem ákvörðuðu voru hafi verið of há sem leiðir hugann að því hvort forsendur dómsins hafi verið réttar. Hann sé þó ekki að fella neinn annan dóm yfir þessu en að úrskurðurinn komi ekki á réttum tíma og það hafi í för með sér vissa hættu á uppnámi í kjaramálum í þjóðfélaginu. Kjaradómur kemur saman á morgun til að fjalla um bréf forsætisráðherra. Garðar Garðarsson, formaður kjaradóms sagðist í samtali við fréttastofuna ekki vilja tjá sig um málið á þessari stundu en sagði bréfið vera lagt fyrir fjölskipaðan dóminn á morgun. Þingmenn, bæði úr röðum stjórnar og stjórnarandstöðu hafa lýst því yfir í dag að rétt hefði verið að kalla þing saman vegna málsins.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira