Innlent

Útsölur strax byrjaðar

MYND/Vísir

Nokkuð var um að verslanir væru lokaðar í dag enda margir verslunarmenn þreyttir eftir mikla törn í desember. Útsölur hófust í örfáum búðum í dag en ekki þó í Kringlunni, þar sem húsreglur segja að ekki megi hefja útsölur fyrr en þriðja janúar.

Það var víða lokað á Laugaveginum, í Kringlunni og í Smáralindinni í dag, fyrsta virka daginn eftir jól. Þó var opið í enn fleiri verslunum og ekki virtist vanta fólkið þrátt fyrir aðalverslunartímanum eigi að vera lokið. Ekki liggur þó fyrir hvort fólk gerði sér ferð í verslunarmiðstöðvarnar til að skila jólagjöfunum, nýta gjafabréf eða hreinlega til að versla meira.

Dressmann var eina búðin í Smáralindinni sem var með útsölu í dag. Ákveðið hefur verið af stjórn Smáralindar að útsölur skuli hefjast í öllum búðum þriðja janúar. Þó útsala væri hafi í Dressmann bæði í Smáralindinni og á Laugaveginum var það sama ekki upp á teningnum í Kringlunni er þar banna húsreglur að útsölur hefjist fyrr en þriðja janúar. Í Ikea hófst útsalan í dag, strax eftir jól enda hófust jólin fyrst þar ef marka má auglýsingar fyrirtækisins sem voru farnar að hljóma í október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×