Innlent

Nítján hafa látist í umferðinni

MYND/Vísir

Nítján hafa látist í umferðinni á árinu en banaslys hafa ekki verið færri í umferðinni síðan byrjað var að taka saman tölur árið 1991. Samkvæmt nýrri skrá Slysavarnarfélagsins Landsbjargar létust alls tuttugu og átta af slysförum á árinu.

Nítján hafa látist í sautján umferðarslysum á árinu. Banaslys í umferðinni hafa ekki verið færri síðan að byrjað var að halda skrá hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu árið 1991. En tuttugu og þrír létust í umferðinni á síðasta ári.

Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu, telur margt hafi áhrif á fækkun slysa í umferðinni. Ákveðin vakning sé meðal fólks um þær hættur í umferðinni. Fólk sem haldi upp á hálendið sé þannig betur undirbúið en áður, það sé til dæmis oft með GSP staðsetningartæki og það er að aukast að fólk hafi grunnþekkingu í skyndihjálp.

Banalysum hjá börnum hefur fækkað en það sem af er árinu hefur ekkert barn yngra en 14 ára látist af slysförum. Slys sem áttu sér stað á heimilum og í frítíma voru tvö á árinu.

Sjóslys og drukknunarslys voru 3 á árinu en hefur sjóslysum fækkað gífurlega á síðustu tveimur áratugunum. Þrír létust erlendis á árinu og fjórir létust í vinnuslysum á árinu. Tuttugu og einn karlmaður lést árinu og sjö konur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×