Innlent

Góðir gestir heimsóttu biskupsstofu á aðventu

Nokkrir forsvarsmenn nýrrar útgáfu á laginu Hjálpum þeim, fulltrúar Mæðastyrksnefndar og hópur ungs fólks sem safnaði fyrir brunni í Afríku, þáðu súkkulaði og smákökur að lokinni jólahelgistund á biskupsstofu í vikunni fyrir jól. Á Biskupsstofu er löng hefð fyrir því að lesa ritningarlestra og syngja saman á jólaföstunni. Þetta ár hefur vikulega verið boðið góðum gestum til að taka þátt í stundinni. Aðrir hópar sem á biskupsstofu hafa komið á aðventu eru starfsfólk SPRON í miðbænum, starfsfólk Dóms- og kirkjumálaráðuneytis og starfsfólk Alþjóðahússins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×