Innlent

Um 28.000 börn og unglingar fá send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum í ár

Mynd/Vísir

Blindrafélagið og Slysavarnarfélagið Landsbjörg senda í ár öllum 10 til 15 ára börnum og unglingum gjafabréf fyrir fulgeldagleraugum í samstarfi við Íslandspóst, Sjóvá og Prentsmiðjuna Odda. Með stuðningi þessa fyrirtækja fá tæplega 28.000 börn send gjafabréf fyrir flugeldagleraugum. Það er von þeirra sem að þessu standa, að þau börn og unglingar sem fá gjafabréf fyrir flugeldagleraugunum, noti þau sér til varnar og til að fyrirbyggja augnslys af völdum flugelda. Um síðustu áramót urðu níu augnslys, öll á strákum á aldrinum 9 til 18 ára en enginn þeirra var með flugeldagleraugu á sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×