Innlent

Íþróttamaður Árborgar kjörinn 29. desember

Í þróttamaður Árborgar verður kjörinn á uppskeruhátíð Íþrótta- og tómstundanefndar sem haldin verður næstkomandi fimmtudagskvöld í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi. Þá verða einnig veittar viðurkenningar og styrkjum úthlutað úr afreks- og styrktarsjóði sveitafélagsins. Alls eru tíu íþróttamenn tilnefndir til kjörsins en það eru Ágústa Tryggvadóttir, frjálsíþróttir, Hlynur Geir Hjartarson, golf, Hjalti Rúnar Oddsson, sund, Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttir og boccia, Jóhanna Bjarnason, knattspyrna, Linda Ósk Þorvaldsdóttir, fimleikar, Ómar Valdimarsson, knattspyrna, Ragnar Gylfason, körfubolti, Sigursteinn Sumarliðason, hestaíþróttir og Örn Davíðsson, frjálsíþróttir. Núverandi íþróttamaður Árborgar er Hjalti Rúnar Oddsson.

Fréttavefurinn Sudurland.is greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×