Innlent

Fyrsti kynjaskipti leiksskólinn á Akureyri opnaður á næsta ári

Mynd/KK

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, og Margrét Pála Ólafsdóttir, framkvæmdarstjóri Hjallastefnunnar, hafa undirritað samning um rekstur leiksskólans Hólmasólar á Akureyri. Hólmasól verður fyrsti kynjaskipti leikskólinn á Akureyri. Leiksskólinn er enn í byggingu en ráðgert er að hann verði opnaður á næsta ári. Leiksskólinn mun rúma 157 börn á sex deildum og stöðugildi við leiksskólann verða um 30 talsins. Hjallastefnan er eina fyrirtækið sem bauð í rekstur leiksskólans en að sögn Kristjáns verður kostnaður bæjarins svipaður við Hólmasól og aðra leikskóla og leikskólagjöld verða þau sömu.

Fréttablaðið greinir svo frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×