Innlent

Biskup trúir ekki á jólasveininn

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson
Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson MYND/Pjetur

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, segist ekki trúa á jólasveininn. Hann lýsti þessu yfir í miðnæturmessu í Dómkirkjunni í gær en töluverð umræða skapaðist í þjóðfélaginu á dögunum þegar greint var frá því að Flóki Kristinsson, sókn­ar­prest­ur á Hvann­eyri, hafi sagt hópi sex ára barna að jólasveinninn væri ekki til. Biskup sagði börn vita hvað sé satt og heilt, og hann sagði það mikla synd þegar hinir fullorðnu geri ekki greinarmun þar á, og rugli börn þannig í ríminu.

„Grýlur og jólasveinar er í besta falli leikur, skemmtun, " sagði biskup. „Allir hafa gott af því að bregða á leik. Ég hef oft leikið jólasvein. En ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorðin manneskja. Það er munur á leik og alvöru. Börnin skynja það. Börn læra að greina milli sannleika og blekkinga. Þau þekkja leikinn og ævintýrið. En þau vita líka hvað er satt og heilt. Það er mikil synd þegar hinir fullorðnu gera þar ekki greinarmun á, og rugla börn beinlínis í ríminu. Jólaguðspjallið er heilagur sannleikur," sagði biskup í predikun sinni.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×