Innlent

Enn hægt að kaupa jólatré

MYND/GVA

Þeir borgarbúar sem eiga eftir að kaupa jólatré og óttast að allt sé uppselt geta tekið jólagleði sína á ný því enn er hægt að fá jólatré á nokkrum stöðum. Þær fregnir bárust í gær að öll tré væru að verða uppseld og brugðust því margir skjótt við og urðu sér úti um tré. Óformleg athugun fréttastofunnar í morgun leiðir hins vegar í ljós að enn er hægt að verða sér úti um tré. Þær upplýsingar fengust í Blómavali í Skútuvogi að enn væru nokkur tré eftir þar en opið er til klukkan þrjú. Sömu sögu er að segja af Europris vestur í bæ, en þar eiga menn nokkur tré eftir. Hins vegar var nóg til að trjám í Garðheimum í Mjóddinni þegar fréttamaður leit þar við í morgun og þessar myndir votta það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×