Innlent

Fengu kæsta skötu í leikskólanum

Börnin á leikskólanum Urðarhóli í Kópavogi fengu öllu lyktmeiri mat í hádeginu í dag en þau eru vön. Þar var, líkt og svo víða, boðið upp á skötu á Þorláksmessunni. Viðbrögð barnanna voru mismunandi. Sum biðu spennt eftir að fá fisk diskinn sinn en önnur virtust full efasemda um þetta lyktsterka sjávarmeti.

Og þó maturinn væri öðru vísi en dags daglega var þess vel gætt að lýsið gleymdist ekki.

Meðal þess sem börnunum er kennt á Urðarhóli er að flokka rusl til endurvinnslu og eyðingar. Þetta gera þau í samvinnu við leikskólakennarana og setja ruslið svo í viðeigandi ruslafötur og gáma. Það virðist ekki vera sem allir geri sér grein fyrir starfinu sem þar fer fram því í allt haust hafa óþekktir vegfarendur hent óflokkuðu heimilisrusli í föturnar og þannig skemmt fyrir umhverfisátaki barna og starfsfólks á Urðarhóli.

"Við byrjuðum á að biðja fólk vinsamlega um, að ef það þyrfti endilega að henda hjá okkur, að henda þá rétt. En það hefur alls ekki virkað," segir Ásdís Ólafsdóttir, umhverfisstjóri á Urðarhóli. "Við urðum að læsa en það batnar ekki við það. Þá fer sorpið bara á gangstéttina fyrir framan fólkið sem er að ganga um. Þetta er óþolandi ástand."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×