Innlent

Þrjú innbrot í Reykjavík í morgun

Tilkynnt var um þrjú innbrot í Reykjavík í morgun. Brotist var inn í húsnæði í endurbyggingu í austurborginni í einu tilvikinu. Þaðan var stolið miklu magni rafmagnsverkfæra og annarra verkfæra. Málið er í rannsókn.

Farið var inn um opnar dyr í Borgarholtsskóla og stolið ýmsum tækjabúnaði, meðal annars skjám og skjávörpum.

Þá var brotist inn í íbúð á Grettisgötu. Þjófarnir voru búnir að bera út bæði heimilistæki og mat. Annar þjófurinn náðist á hlaupum í nágrenninu en hinn sást hvergi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×