Innlent

Verið að opna leiðir á Vestfjörðum

Á Suðurlandi og Vesturlandi er hálka eða hálkublettur á vegum samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Á Vestfjörðum er verið að opna syðri leiðina frá Reykhólum um Hálsana til Patreksfjarðar og Bíldudals. Einnig er verið að hreinsa á norðaverðum fjörðunum, frá Þingeyri til Ísafjarðar og Bolungarvíkur, einnig um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Á Norðurlandi og Austurlandi eru hálkublettir á vegum á stöku stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×