Innlent

Þorskkvóti í Barentshafi dregst saman

Heildarafli íslenskra skipa af þorski í Barentshafi dregst saman um tvöhundruð og ellefu tonn á milli ára samkvæmt reglugerð sem Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út. Leyfilegur heildarafli , að teknu tilliti til heimilaðs aukaalfa verður áttaþúsund níuhundruð og fimmtíu tonn. Aflaheimildir á næsta ári eru: Norsk lögsaga: 4.237 tonn af þorski og 1.271 tonn af aukaafla í öðrum tegundum. Rússnesk lögsaga: 2.648 tonn af þorski og 794 tonn af aukaafla í öðrum tegundum. Fiskistofa mun strax á nýju ári úthluta þessum aflaheimildum til skipa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×