Innlent

33 árekstrar í Reykjavík í dag

Mynd/Vilhelm

Alls urðu 33 árekstrar í Reykjavík í dag frá klukkan sjö að morgni til klukkan ellefu nú í kvöld. Engin slasaðist alvarlega og var einungis um minniháttar meiðsl að ræða í nokkrum tilvikum. Þetta er nokkuð mikill fjöldi árekstra en alls verða um 13 árekstrar að meðaltali á degi hverjum samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Það kemur þó kannski ekki á óvart hversu margir árekstrar urðu í dag, sé höfð í huga sú mikla umferð sem hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í dag og síðustu daga. Það er heldur ekki ólíklegt að jólastressið geti verið orsakavaldur einhverra árekstranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×