Innlent

Leikskólakennarar ætla að segja upp störfum

Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa ákveðið að segja upp störfum vegna lágra launa frá og með 1. janúar og er óttast að holskefla uppsagna verði staðreynd á nýju ári. Aðstoðarleikskólastjóri á leikskóla í borginni segir leikskólakennara langþreytta. Hækka verði laun þeirra til að koma í veg fyrir stórflótta úr stéttinni.

Leikskólakennarar á sex leikskólum í Grafarvogi hafa samkvæmt heimildum NFS ákveðið að segja upp störfum sínum hjá Leikskólum Reykjavíkur frá og með 1. janúar. Aðalástæðan er lág laun en viðvarandi starfsmannaskortur og átök um kjör hafa sett mark sitt á starfsemi leikskólanna. Guðrún Jóna Thorarensen er aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum Foldaborg í Grafarvogi. Hún segir ástandið alvarlegt. Guðrún segir ljóst að deilan leysist þá aðeins að Borgin hækki laun að öðrum kosti muni fjöldi leikskóla verða óstarfhæfir í byrjun apríl, enda uppsagnarfrestur leikskólakennaranna í flestum tilvikum þrír mánuðir. Eina lausnin sé að hækka laun leikskólakennara í eitt skipti fyrir öll, annars muni flótti úr stéttinni einungis aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×