Innlent

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir sölu fíkniefna

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi i dag Tuttugu og tveggja ára karlmann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Lögregla fann í sumar rúm fjörutíu grömm af hassi, fimm E-pillur og tæpt gramm af maríjúana við húsleit hjá manninum. Þá varð maðurinn uppvís að því á sama tíma að selja nítján ára pilti 9 E-pillur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×