Innlent

Á þriðja hundrað milljóna virði

Jólasmákökur er bakaðar á flestum heimilum. Verðmæti bakstursins er á þriðja hundrað milljónir króna að mati fjármálaráðuneytisins.
Jólasmákökur er bakaðar á flestum heimilum. Verðmæti bakstursins er á þriðja hundrað milljónir króna að mati fjármálaráðuneytisins.

Landsmenn spara sér á annað hundrað milljónir króna með því að baka smákökurnar sjálfir fyrir jólin frekar en að kaupa þær. Þetta er niðurstaða starfsmanna fjármálaráðuneytisins sem eru komnir í jólaskap ef marka má nýjasta tölublað vefrits fjármálaráðuneytisins.

Þar er bent á að Íslendingar kaupi hráefni í jólasmákökurnar fyrir um hundrað milljónir króna en ætla megi að verðmæti jólabakstursins sé á þriðja hundrað milljónir króna. Fleiri kaupa tilbúnar smákökur en áður og þá fer ríkið að geta skattlagt virðisaukann af bakstrinum. "Ef verksmiðjuframleiddar smákökur ryðja burt heimaframleiðslunni mun hagur ríkissjóðs vænkast og þjóðarhagur sömuleiðis - eða hvað?" er svo spurt í lokin á pistlinum. Ekki er þó að sjá að uppi séu áform um að skattleggja jólasmákökubakstur á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×