Erlent

Ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi

Tveir félagar í Danmerkurdeild palestínsku samtakanna al-Aqsa hafa verið ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverk. Greint er frá því á vef danska blaðsins Politiken að rannsókn yfirvalda hafi leitt í ljós að mennirnir hafi safnað peningum í Danmörku og sent þá til félaga sem tilheyri Hamas-samtökunum eða tengist þeim. Rannsókn málsins stóð í þrjú ár en þetta er í fyrsta sinn sem ákært er samkvæmt hryðjuverkalögum í Danmörku sem sett voru eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×