Erlent

Cameron kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi

David Cameron hefur verið kjörinn leiðtogi Íhaldsflokksins í Bretlandi. Hann hlaut meira en sextíu og fimm prósent greiddra atkvæða og meira en helmingi fleiri atkvæði en David Davis sem var í framboði gegn honum. Kjörsókn var um sjötíu og átta prósent. Cameron, sem er þrjátíu og níu ára gamall, á erfitt verk fyrir höndum, enda hafa íhaldsmenn ekki riðið feitum hesti frá mörgum kosningum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×