Erlent

Bretar tilbúnir að gefa eftir 70 milljarða af endurgreiðslum

Bretar eru tilbúnir að gefa eftir rúma sjötíu milljarða króna árlega af endurgreiðslum sínum frá Evrópusambandinu í því augnamiði að sátt náist um nýtt fjárlagafrumvarp sambandsins. Á móti leggja þeir til að styrkir til nýju ríkjanna tíu verði lækkaðir töluvert og að alls verði fjárlög Evrópusambandsins á tímabilinu 2007 til 2013 um fimmtán hundruð milljörðum lægri en til stóð. Fyrstu viðbrögð við tillögum Breta hafa verið dræm og til að mynda segjast Pólverjar ekki munu sætta sig við þær og Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir tillögurnar óraunhæfar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×