Erlent

Bandaríkin illa búin undir aðra árás

MYND/Reuters

Bandarísk stjórnvöld hafa staðið sig afleitlega í öryggismálum eftir hryðjuverkin í New York 11. september 2001 að mati nefndar sem skipuð var eftir árásirnar. Nefndin gefur stjórnvöldum lægstu einkunn í mörgum þáttum öryggismála og segir Bandaríkin afar illa undirbúin undir aðra hryðjuverkaárás.

Á meðan hryðjuverkahópar séu sífellt að þróa tækni sína hreyfist bandarísk stjórnvöld á hraða snigilsins. Sérstaklega átelur nefndin hve lítið hafi verið gert til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn komist yfir gereyðingarvopn. Það ætti að vera algjört forgangsatriði og miklu meira púðri verði að eyða í þá baráttu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×