Erlent

Flugvélar CIA lentu 437 sinnum í Þýskalandi

Frá Ramstein-herflugvellinum í Þýskalandi.
Frá Ramstein-herflugvellinum í Þýskalandi. MYND/AP

Flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA lentu 437 sinnum á þýskum flugvöllum á árunum 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tímaritinu Der Spiegel, sem hefur undir höndum gögn sem þýsk flugmálayfirvöld hafa afhent að beiðni vinstri flokksins á þýska þinginu.

Í tímaritinu segir jafnframt að tvær vélanna hafi verið lang afkastamestar og alls lent 283 sinnum á þýskum flugvöllum á umræddu tímabili. Opinber heimsókn Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Þýskalands hefst í dag og þar mun hún væntanlega þurfa að svara fyrir draugaflugin svokölluðu og eins meint leynifangelsi á vegum CIA í Austur Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×