Erlent

Særði tvo yfirmenn í sjálfsmorðstilraun

Bandarískur sjóliði og tveir yfirmenn hans særðust þegar hermaðurinn reyndi, að því er virtist, að fremja sjálfsmorð á herstöð í Texas í gær. Þegar yfirmennirnir komu að manninum, mundandi byssu, reyndu þeir að stöðva hann og upphófust þá átök um skotvopnið. Það endaði með því að allir mennirnir særðust þegar skot hljóp úr byssunni. Sjóliðinn er sagður í lífshættu en meiðsl yfirmannanna eru ekki jafn alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×