Erlent

Sá þúsundasti tekinn af lífi

Þúsundasti bandaríski fanginn var tekinn af lífi í morgun, eftir að dauðarefsing var tekin upp á nýjan leik í Bandaríkjunum fyrir þrjátíu árum.

Kenneth Lee Boyd var tekinn af lífi í Norður-Karolínu rétt upp úr klukkan sjö í morgun. Hann var dæmdur til dauða árið 1988, eftir að hafa myrt eiginkonu sína og tengdaföður, fyrir framan börnin sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×