Erlent

78 meintir meðlimir eiturlyfjahrings handteknir

Sjötíu og átta manns, sem grunaðir eru um aðild að kólumbískum eiturlyfjahring, voru handteknir í Kólumbíu og Bandaríkjunum í gær. Hópurinn er grunaður um að hafa staðið að smygli á eiturlyfjum til Bandaríkjanna, meðal annars með því að fela efnin inni í húsgögnum og málverkum. Lögreglan í Bandaríkjunum og Kólumbíu höfðu unnið saman að rannsókn málsins í eitt ár. Við handtökuna voru tæplega áttatíu kíló af heróíni og fjörutíu kíló af kókaíni gerð upptæk, auk vopna og tugmilljóna í bandarískum seðlum.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×