Erlent

Þrír hlutu áverka eftir árás varðhunda

Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir árás þriggja varðhunda við pósthúsið í Marieholm í nágrenni Eslöv í Svíþjóð í gærkvöldi. Enginn hlaut alvarlega áverka en tveir voru fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl en sá þriðji í einkabíl. Lögreglan fór á staðinn til að leita hundanna en án árangurs.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×