Erlent

Bolton hótar að Bandaríkjamenn afgreiði ekki fjárlög fyrir SÞ

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur hótað því að Bandaríkin afgreiði ekki fjárlög fyrir Sameinuðu þjóðirnar nema starf samtakanna verði endurskipulagt og það fyrir næstu áramót. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að tillögur um endurskipulagningu muni ekki liggja fyrir fyrr en í febrúar á næsta ári. Það segir sendiherrann vera of seint og segist ekki tilbúinn að hliðra til í þeim málum. Verði fjárlögin hins vegar ekki afgreidd mun starf samtakanna víða vera í uppnámi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×