Innlent

Núverand hækkun vaxta á íbúðalánum leiðir ekki til lækkunar húsnæðisverðs

MYND/Vísir

Íbúðalánasjóður býður upp á tvo lánaflokka frá og með deginum í dag. Annars vegar þau lán sem hafa verið í boði hingað til og bera nú fjögur komma sex prósentavexti sem er hækkun upp á fjörtíu og fimm punkta. Hins vegar lán sem ekki er hægt að greiða upp nema gegn sérstakri uppgreiðsluþóknun og þá eru vextirnir 4,35 prósent. Vegna þessa tilkynntu SPRON og Íslandsbanki um hækkun á íbúðalánavöxtum sínum í dag og hafa því allir bankarnir fyrir utan KB banka hækkað vexti sína á íbúðalánum. Sérfræðingar telja þó að þessi hækkun vaxta muni ekki leiða af sér lækkun húsnæðisverðs.

Edda Rós Karlsdóttir forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans telur að vaxtahækkanir séu ekki það miklar að þær leiði einar og sér til lækkunar húsnæðisverðs. Hún telur þó að draga muni heldur úr hækkunum. Greiningardeild bankans geri áfram ráð fyrir núll til fimm prósenta hækkunum á húsnæði á næsta ári. Hins vegar geti það gerst að leiðrétting eigi sér stað á húsnæðisverði svo sem á ákveðnum tegundum húsnæðis og á ákveðnum svæðum. Þá sé verið að tala til dæmis um svæði sem eru langt frá miðju og þar sem mengun er mikil.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×