Erlent

Ítalskir hermenn heim frá Írak

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við ítalskan starfsbróður sinn, Antonio Martino.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við ítalskan starfsbróður sinn, Antonio Martino.

Ítalir ætla að draga herlið sitt heim frá Írak. Áætlanir um brottflutning hersins verða kynntar í janúar á næsta ári. Varnarmálráðherra Bandaríkjanna, Donald Rumsfeld, hitti Antonio Martino, varnarmálaráðherra Ítalíu, í gær þar sem Martino tilkynnti honum um áætlanir Ítala.

Um 3000 ítalskir hermenn hafa farið til Írak frá því Bandaríkjamenn ruddust inn í landið árið 2003. Ítalski varnarmálaráðherrann sagði þó að Ítalir myndu halda áfram að styðja áætlanir Bandaríkjamanna í Írak en að tími væri til kominn að kalla hermennina heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×