Erlent

83 hafa farist í flóðum í Kólumbíu

83 hafa látist og 5 er saknað í Kólumbíu eftir tvo mánuði af stöðugum regnstraumi sem hefur valdið miklum flóðum um norð-vestur héruð landsins. Auk hinna látnu hafa um 250 þúsund manns lent illa í flóðum, aurskriðum og ám sem flæða yfir bakka sína. Verst er ástandið í norð-vestur héruðunum Magdalena, Sucre, Cordoba og Cesar þar sem flóð hafa eyðilagt þúsundir hektara af hrísgrjóna- og bómullarökrum og þvingað marga bændur til að yfirgefa jarðir sínar.

Síðustu flóðin áttu sér stað í Magdalena-héraði þegar samnefnd áin Magdalena flæddi yfir bakka sína og kom af stað flóðum í tugum þorpa. Þá er búist við að yfir 50 þúsund manns muni lenda í miklum erfiðleikum þegar harður veturinn hefst á svæðinu.

Hinu árlega regntímabili líkur ekki fyrr en um miðjan desembermánuð en kólumbísk stjórnvöld segja regntímabilið hið versta í fimm ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×