Innlent

Ekki ljóst hvernig slæm staða Byggðarstofnunar verði leyst

Akureyri
Akureyri MYND/GVA

Byggðastofnun, sem á að tryggja jafnan aðgang landsbyggðafyrirtækja að fjármagni á við fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, er lömuð vegna fjárskorts. Hún er hætt að lána og fyrr á árinu var styrkveitingum og hlutafjárkaupum hætt.

Valgerður Sverrisdóttir vill ekkert segja um hvernig staða stofnunarinnar verði leyst. Hún segir þó að fjárskortinn þurfi að leysa og verið sé að skoða með hvaða hætti. Stofnunin eigi sér hlutverk áfram en skoða þurfi breytt hlutverk hennar. Athuga þurfi hvort að hægt sé að samræma starfsemi stofnunarinnar með öðru atvinnuþróunarstarfi hér á landi. Ekkert sé þó ákveðið í því hvernig leysa eigi slæma stöðu stofnunarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×