Innlent

Byggðasafn Vestmannaeyja er á móti byggingu landnámsskála í Herjólfsdal

yggðasafn Vestmannaeyja er mótfallið byggingu Landnámsbæjar í Herjólfsdal á meðan endurmat á mögulegum fornleifum á svæðinu hefur ekki farið fram. Hlíf Gylfadóttir, safnvörður, tekur þó fram að málið snúist ekki um að byggðasafnið sé á móti byggingu landnámsskála út af fyrir sig, heldur um verndun dalsins og hættu á skemmdum á mögulegum fornleifum. Bygging Landnámsbæjarins er á vegum Herjólfsbæjarfélagsins undir stjórn Árna Johnsen. Byggðasafnið hefur verið í viðræðum við Fornleifavernd ríkisins varðandi endurmat á minjum í Vestmannaeyjum síðan í sumar en samkvæmt Dr. Kristínu Huld Sigurðardóttur, forstöðumanns fornleifaverndar ríkisins var bygging bæjarins samþykkt af Þjóðminjasafni á sínum tíma og þar hafi leyfi verið veitt. Því sé ákvörðunin um byggingu bæjarins alfarið í höndum bæjarstjórnar núna. Bæjarstjórn samþykkti deiliskipulag á svæðinu árið 1998 þar sem gert var ráð fyrir landnámsbænum. Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, segir ekki standa til að stöðva framkvæmdir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×